„Allt tímabilið vonast maður til þess að fá þessar stundir. Það hefur oft komið upp, við hefðum geta skorað sigurmarki í lokin gegn United, Forest, Fulham. Í dag gekk það upp. Við náðum að skora á síðustu sekúndumum," sagði Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool eftir 0- 2 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„við vorum nálægt því að fá ekki það sem við áttum skilið. Við sköpuðum álíka mörg færi og á þriðjudaginn gegn Forest, heilan helling. Við vorum nálægt því að fara heim án sigurs. Það í bland við sigurmark í lokin er það sem ég er glaðastur með. Og þetta var risa leikur."
Darwin Nunez kom inná sem varamaður og skoraði bæði mörkin. „Hann hefur alltaf mikil áhrif þegar hann kemur inná. Kemur með kraft og orku. Flesta leikina okkar erum við í teignum síðasta hálftímann og þar nýtur hann sín best. Fyrsti klukkutíminn er oftast opinn en síðasta hálftímann erum við mikið betri. Þá er gott að eiga mann eins og Darwin."
Athugasemdir