Það verður veisla í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag en dagurinn er tileinkaður Grimsby og Jasoni Daða Svanþórssyni.
Jason Daði er uppalinn Mosfellingur en hann leikur í dag með Grimsby í ensku D-deildinni.
Grimsby mætir Chesterfield klukkan 15 en leikur Brentford og Liverpool verður einnig sýndur á staðnum á sama tíma en sá leikur er algjört aukaatriði.
Tilkynningin frá Hlégarði
Grimsby-dagur í Hlégarði á laugardaginn kl. 14-18.
Við fylgjumst með okkar manni, Jasoni Daða Svanþórssyni leikmanni Grimsby Town, gegn Chesterfield. Chesterfield sófasettið verður dregið fram í tilefni dagsins og við tökum þátt í Grimsby-ævintýrinu.
Leik Grimsby verður varpað á risaskjá og Liverpool-leikurinn fær að fljóta með á þeim minni. Frír bjór á línuna ef Jassi skorar (í boði Fasteignasölu Mosfellsbæjar)
14:00 Húsið opnar
15:00 Grimsby Town - Chesterfield
15:00 Brentford - Liverpool
17:00 PubQuiz á vegum stuðningsmannaklúbbsins
(Andri Freyr, Hilmar Ásgeirs og Leifur Ingi)
18:00 Leiðir skilja
HLÉGARÐUR
- heimavöllur Grimsby á Íslandi
Athugasemdir