Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. febrúar 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund kaupir Emre Can (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Borrussia Dortmund er búið að nýta sér kaupákvæði í lánssamningi miðjumannsins Emre Can. Hann er því alfarið orðinn leikmaður Dortmund.

Dortmund fékk Can á láni frá Ítalíumeisturum Juventus fyrir 18 dögum síðan.

Dortmund borgar 25 milljónir evra fyrir Can og skrifar hann undir fjögurra ára samning.

Hinn 26 ára gamli Can yfirgaf Liverpool á frjálsri sölu í júní 2018 og fór til Juventus. Þar var hann ekki í stóru hlutverki og er hann því núna kominn til Dortmund.

Dortmund er þessa stundina í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Bayern. Dortmund mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Can er í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner