Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvissa með stöðu Michael O'Neill
Michael O'Neill.
Michael O'Neill.
Mynd: Getty Images
Framtíð Michael O'Neill sem landsliðsþjálfara Norður-Írlands er í óvissu eftir að Evrópumótinu var frestað.

Búið er að fresta EM í sumar þar til á næsta ári. Þessi breyting gefur deildum í Evrópu svigrúm til að spila fram á sumar en hlé hefur verið gert næstu vikur vegna kórónuveirunnar.

O'Neill hefur verið landsliðsþjálfari Norður-Írlands frá 2011 ár en hann fór með liðið á EM 2016.

O'Neill tók við Stoke City í Championship-deildinni síðasta nóvember og var samkomulag gert að hann myndi stýra Norður-Írlandi áfram í umspilinu fyrir EM þar sem Norður-Írar áttu að mæta Bosníu núna í mars.

Stefnt er núna á að spila umspilið í júní, en óvíst er á þessu stigi hvort að sú tímasetning muni trufla starf hans hjá Stoke. Það gæti vel verið að spilað verði í Championship í júní.

Stoke og knattspyrnusamband Norður-Írlands munu taka stöðuna, en ef frekari frestun verður á umspili Norður-Írlands þá er líklegt að knattspyrnusambandið þar í landi muni flýta ráðningu á arftaka O'Neill.

Einnig hefur sú spurning vaknað hvort að fyrirliði Norður-Íra, Steven Davis, verði enn að spila þegar EM 2021 fer fram. Hann verður 36 ára þegar mótið á að fara fram.
Athugasemdir
banner
banner