Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 18. mars 2021 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cloe Lacasse fyrirliði Benfica þegar liðið vann titil
Cloe varð bikarmeistari með ÍBV hér á Íslandi.
Cloe varð bikarmeistari með ÍBV hér á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse var fyrirliði Benfica þegar liðið varð deildabikarmeistari í Portúgal í gær.

Benfica og Sporting, tvö af sterkustu liðum landsins, áttust við í úrslitaleiknum og hafði Benfica þar betur, 2-1, þrátt fyrir að hafa leikið einum færri frá 20. mínútu eftir að leikmaður liðsins fékk að líta rauða spjaldið.

Cloe var með fyrirliðabandið hjá Benfica og skoraði í úrslitaleiknum. Að sjálfsögðu!

„Þetta er frábært. Við lentum í miklu mólæti en þetta er það sem Benfica snýst um; við berjumst til enda. Ég er stolt að koma þessu bikar aftur til Benfica," sagði Cloe eftir leikinn.

Þetta er annað árið í röð sem keppnin er haldin og annað árið í röð sem Benfica vinnur hana.

Cloe hefur reynst mögnuð fyrir Benfica frá því hún kom til liðsins frá ÍBV í Vestmannaeyjum. Hún skoraði 23 mörk í 27 leikjum á síðasta tímabili og er á þessu tímabili búin að skora 16 mörk í 20 leikjum. Benfica er sem stendur í þriðja sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar.

Hin 27 ára gamla Cloé lék með ÍBV við góðan orðstír frá 2015 til 2019. Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur beðið eftir að fá leikheimild með íslenska landsliðinu. Hún mun því miður ekki fá þá leikheimild.

Athugasemdir
banner
banner