Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. mars 2021 05:55
Aksentije Milisic
Evrópudeildin í dag - Svona er staðan eftir fyrri leikina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Evrópudeildarinnar klárast í kvöld með átta leikjum.

Fjórir af þeim hefjast kl.17:55. Roma heimsækir Shaktar og Tottenham fer til Króatíu og mætir Dinamo Zagreb. Bæði Roma og Tottenham eru með góða forystu eftir fyrri leikina.

Arsenal mætir þá Olympiakos á Emirates vellinum en Skytturnar unnu fyrri leikinn 3-1. Þá á Molde erfitt verkefni fyrir höndum en liðið fær Granada í heimsókn. Spánverjarnir unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Mikil spenna verður í Mílanó borg en þar mætast AC Milan og Manchester United. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Milan jafnaði metin í uppbótartíma. Rangers fær þá Slavia Prag í heimsókn en þar er líka allt galopið eftir að fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

17:55 Shakhtar D - Roma (0-3)
17:55 Dinamo Zagreb - Tottenham (0-2)
17:55 Molde - Granada CF (0-2)
17:55 Arsenal - Olympiakos (3-1)
20:00 Young Boys - Ajax (0-3)
20:00 Villarreal - Dynamo K. (2-0)
20:00 Milan - Man Utd (1-1)
20:00 Rangers - Slavia Prag (1-1)

Athugasemdir
banner
banner
banner