Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 18. mars 2023 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Jajalo hetja KA í vítakeppni - Mæta Val í úrslitum
Kristijan Jajalo varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni
Kristijan Jajalo varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍBV 0 - 0 KA (3-4 eftir vítakeppni)

KA mun spila til úrslita í A-deild Lengjubikarsins eftir að hafa unnið ÍBV í vítakeppni í Akraneshöllinni í dag.

Eyjamenn unnu alla leiki sína í riðlakeppni á meðan KA vann fjóra og tapaði einum.

Ekkert var skorað eftir venjulegan leiktíma í dag og var því farið með leikinn í vítakeppni.

Þar var Kristijan Jajalo, markvörður KA, hetjan, en hann varði tvö víti á meðan Guy Smit varði eitt í marki Eyjamanna.

KA er því komið í úrslit Lengjubikarsins en liðið mætir Val þann 30. mars næstkomandi.

Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson
1-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson
1-2 Sveinn Margeir Hauksson
2-2 Filip Valencic
2-3 Bjarni Aðalsteinsson
2-3 Kristijan Jajalo ver frá Elvis Bwomono
2-4 Hrannar Björn Steingrímsson
3-4 Felix Örn Friðriksson
3-4 Guy Smit ver frá Harley Willard
3-4 Kristijan Jajalo ver frá Alex Frey Hilmarssyni
Athugasemdir
banner
banner
banner