Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tindastóll fær bandarískan varnarmann (Staðfest)
Mynd: University of Missouri
Tindastóll hefur krækt í bandarískan varnarmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni en Katherine Grace Pettet er gengin í raðir félagsins.

Pettet er fædd árið 2002 og er varnarmaður. Hún var á sínum tíma fyrirliði í sínu háskólaliði.

Hún spilaði með liði háskólans í Missouri og fór svo í háskólann í Pittsburgh og spilaði með Pittsburgh Panthers á síðasta ári.

Tindastóll endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar í fyrra. Bræðurnir Halldór Jón og Konráð Freyr Sigurðssynir eru þjálfarar liðsins.

Komnar
Nicola Hauk frá Bandaríkjunum
Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum

Farnar
Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar
Jordyn Rhodes til Vals

Samningslausar
María Dögg Jóhannesdóttir (2001)
Hugrún Pálsdóttir (1997)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (2000)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (1995)
Gabrielle Kristine Johnson (1999)
Annika Haanpaa (1998)
Saga Ísey Þorsteinsdóttir (2008)
Aldís María Jóhannsdóttir (2001)
Kristrún María Magnúsdóttir (1999)
Bergljót Ásta Pétursdóttir (2001)
Birna María Sigurðardóttir (2000)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (1994)
Athugasemdir
banner
banner