
Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni á stað sem liðið þekkir vel, La Finca svæðinu. Þar eru herbúðir liðsins í þessum glugga, í kringum leikina gegn Kósovó.
Það var skýjað og gola þegar liðið æfði áðan. Allir leikmenn íslenska liðsins tóku þátt í æfingunni fyrstu fimmtán mínúturnar, þann hluta sem fjölmiðlar máttu fylgjast með, nema Mikael Anderson sem var í hlaupaskóm og fylgdist með. Mikael ætti þó að geta náð leiknum á fimmtudag.
Valgeir Lunddal Friðriksson tók fullan þátt en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum félagsliðs síns, Düsseldorf í Þýskalandi.
Það var skýjað og gola þegar liðið æfði áðan. Allir leikmenn íslenska liðsins tóku þátt í æfingunni fyrstu fimmtán mínúturnar, þann hluta sem fjölmiðlar máttu fylgjast með, nema Mikael Anderson sem var í hlaupaskóm og fylgdist með. Mikael ætti þó að geta náð leiknum á fimmtudag.
Valgeir Lunddal Friðriksson tók fullan þátt en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum félagsliðs síns, Düsseldorf í Þýskalandi.
Það verður spennandi að sjá hvernig Arnar Gunnlaugsson stillir liðinu upp í sínum fyrsta leik með stjórnartaumana.
Íslenska liðið mun æfa á Spáni í fyrramálið og fljúga svo síðdegis til Kósovó þar sem fyrri viðureignin fer fram. Seinni leikur Íslands og Kósovó verður svo á sunnudaginn en búist er við að þúsund áhorfendur verði á leiknum, sem fram fer í Murcia.
Athugasemdir