Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 18. apríl 2020 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jón Gísli Eyland (ÍA)
Mynd: Raggi Óla
Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ísak Bergmann.
Ísak Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson.
Oliver Stefánsson.
Mynd: Getty Images
Elmar Þór Jónsson.
Elmar Þór Jónsson.
Mynd: Getty Images
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Gísli Eyland lék sinn fyrsta deildarleik í meistaraflokki árið 2016 þegar hann spilaði síðasta korterið gegn KFR með Tindastóli í 3. deild.

Jón Gísli lék með Tindastóli í 2. deild 2017 og 2018 en söðlaði um spilaði með ÍA í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Jón Gísli kom við sögu í tíu leikjum og hann segir í dag frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Jón Gísli Eyland Gíslason

Gælunafn: Johnny

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: það var árið 2016 þá spilaði ég minn fyrsta leik með Tindastól, 14 ára

Uppáhalds drykkur: vatn að sjálfsögðu

Uppáhalds matsölustaður: Gamla kaupfélagið

Hvernig bíl áttu: Volkswagen (reyndar með hann í láni frá mömmu)

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Verð að vera hreinskilin og segja Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður: JóiPé og Króli

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, mars og lakkrís dýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sorry er ekki að nenna frá Pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi ALDREI spila fyrir Völsung!

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Charles Katelarere frá Club Brugge þegar við spiluðum á móti Belgíu U19 - eitthvað annað góður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Get ekki gert upp á milli Jóa Kalla og Sigga Jóns

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson

Sætasti sigurinn: þegar við tryggðum okkur sæti á EM U17

Mestu vonbrigðin: Tapið á móti Portúgal um sæti í 16 liða úrslitum á EM

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Valgeir Valgeirsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann Jóhannesson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Oliver Stefánsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Fanndís Friðriks

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Marcus 100%

Uppáhalds staður á Íslandi: Sauðárkrókur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Því miður þá hef ég ekki lent í neinu skrítnu atviki inná vellinum

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set gnístigóminn uppí mig

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Basket

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku úff

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég for að deita dóttir þjálfarans

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Kristal Mána, Ísak Bergmann og Elmar Þór Jónsson,

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er rosalegur dansari þegar ég tek upp dansskóna

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ísak Bergmann ég vissi ekkert hver það var fyrr en ég hitti hann í einu landsliðs verkefni og eftir það hefur hann bara orðið betri og betri.

Hverju laugstu síðast: Það er bannað að ljúga

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vakna bara kl 9 og fæ mér morgunmat og fer svo að æfa í þessari fínu heima rækt sem ég er með hérna og svo fæ ég mér að borða aftur eftir það og fer svo út að æfa og kem svo heim og þá er það bara recovery. Þannig eru dagarnir hja mér þessa dagana.

Athugasemdir
banner
banner