Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. apríl 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Elías Rafn hélt hreinu og Aron Elís lék allan leikinn
Elías Rafn
Elías Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Elís
Aron Elís
Mynd: Getty Images
Þeir Aron Elís Þrándarson og Elías Rafn Ólafsson voru í byrjunarliðum sinna liða í dönsku deildunum í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður, en þeir Frederik Schram og Ágúst Eðvald Hlynsson voru ekki í leikmannahópum sinna liða.

Horsens lá á heimavelli, 1-3, gegn Lyngby í dag. Ágúst Eðvald var ekki í hópnum hjá Horsens og Frederik var ekki í hópnum hjá Lyngby. Horsens mun að öllum líkindum spila í næstefstu deild á næstu leiktíð en Lyngby á enn von um að halda sér í efstu deild.

Í Óðinsvé tóku heimamenn í OB á móti SönderjyskE. Leikurinn endaði með 1-1 jafntelfi og spilaði Aron Elís allan leikinn með OB. Sveinn Aron kom inn í lið OB á 61. mínútu og sex mínútum síðar jöfnuðu gestirnir. OB komst yfir á 5. mínútu leiksins.

OB er í 8. sæti, þremur stigum frá 7. sæti sem gefur möguleika á Evrópusæti. Báðir þessir leikir hér að ofanverðu voru í neðra umspilinu í dönsku Superliga.

Í dönsku B-deildinni var Elías Rafn í markinu hjá Fredericia og hélt hreinu í 2-0 heimasigri gegn Helsingor. Liðin mættust í efra umspilinu í dönsku B-deildinni.

Fredericia er sautján stigum frá 2. sæti deildarinnar og því ansi ólíklegt að liðið blandi sér í baráttuna um sæti í efstu deild. Elías er á láni frá Danmerkurmeisturunm í Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner