Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 18. apríl 2023 13:53
Elvar Geir Magnússon
Hareide fann til með Gylfa - „Tvö ár í helvíti“
Icelandair
Hareide segir að Gylfi verði í áætlunum sínum ef hann tekur fram skóna að nýju.
Hareide segir að Gylfi verði í áætlunum sínum ef hann tekur fram skóna að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, nýr landsliðsþjálfari Íslands, segist samgleðjast Gylfa Þór Sigurðssyni eftir að málið gegn honum var látið niður falla. Gylfi er nú frjáls ferða sinna.

„Það er mjög jákvætt fyrir hann að málinu sé lokið, ég fann mikið til með honum. Þetta hljóta að hafa verið tvö ár í helvíti fyrir hann. Ég hef hitt hann og þetta er góður náungi og flottur fótboltamaður," segir Hareide.

„Hann verður að ákveða það sjálfur hvort hann taki skóna fram aftur og spili fótbolta. Ef hann gerir það verður hann í mínum áætlunum."

Hareide hefur áður tjáð sig um að hann vonist til þess að Gylfi endurvekji sinn fótbltaferil.

Gylfi hefur ekkert leikið fótbolta frá því að hann var handtekinn í júlí fyrir tveimur árum. Hann er félagslaus eftir að samningur hans við Everton rann út og honum því frjálst að semja við hvaða félag sem er. Hann hefur meðal annars verið orðaður við félagslið í Mið-Austurlöndum, þar á meðal Galatasaray í Tyrklandi og lið í Sádi-Arabíu.

Gylfi er 33 ára og hefur skorað 25 mörk í 78 landsleikjum fyrir Ísland, hann á stóran þátt í því að Ísland komst á EM og HM. Hann lék síðast fyrir landsliðið í nóvember 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner