Heimild: nt.se
Ísak Andri Sigurgeirsson gekk í raðir Norrköping frá Stjörnunni í fyrra en nú hefur liðið spilað þrjá leiki á nýju tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak hefur byrjað á bekknum í öllum leikjunum.
Hann lék í 19 mínútur og skoraði í 1-5 tapi gegn Malmö í fyrstu umferð, var ónotaður varamaður í annarri umferð og spilaði svo 17 mínútur í 1-0 sigri gegn GAIS.
Hann lék í 19 mínútur og skoraði í 1-5 tapi gegn Malmö í fyrstu umferð, var ónotaður varamaður í annarri umferð og spilaði svo 17 mínútur í 1-0 sigri gegn GAIS.
Það urðu þjálfaraskipti hjá Norrköping í vetur, Glen Riddersholm fékk Ísak til félagsins en Andreas Alm stýrir nú liðinu.
„Þetta er hluti af fótboltanum. Þú ert ekki alltaf með sama þjálfarann og þú þarft að aðlagast eftir því hver þjálfarinn er. Ég er að reyna að aðlagast."
„Í hreinskilni sagt hefði ég búist við meiri spiltíma en ég held áfram að leggja mikið á mig til að spila meira. Þetta snýst bara um að gera sitt besta á æfingum og þá fær maður vonandi fleiri mínútur á vellinum," segir Ísak við nt.se.
Hann tjáir sig einnig um að það sé svigrúm til bætinga fyrir sig varnarlega.
„Ég veit hvað ég get sóknarlega, ég get skilað mörkum og stoðsendingum og er ógnandi þegar ég fæ boltann. Það er mest varnarþátturinn sem menn vilja að ég bæti."
Athugasemdir