Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fim 18. apríl 2024 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Bonucci skúrkurinn í tapi Fenerbache - Club Brugge áfram
Leandro Bonucci leikur með Fenerbache í dag
Leandro Bonucci leikur með Fenerbache í dag
Mynd: Getty Images

Leandro Bonucci var skúrkurinn þegar Fenerbache féll úr leik í átta liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Fenerbache tapaði fyrri leiknum 3-2 en vann leikinn með einu marki gegn engu í kvöld og leikurinn endaði með vítaspyrnukeppni.

Olympiakos skoraði úr fyrstu spyrnunni en Dusan Tadic klikkaði á fyrstu spyrnu Fenerbache. Michy Batshuayi skoraði úr annarri spyrnunni og jafnaði metin. Olympiakos skoraði þá úr tveiur spyrnum í röð og Bonucci klikkaði á síðustu spyrnu Fenerbache sem varð til þess að Olympiakos vann leikinn og er komið áfram í undanúrslitin.

Club Brugge er einnig komið áfram í undanúrslitin en Ferran Jutgla skoraði bæði mörk liðsins í sigri á PAOK.

PAOK 0 - 2 Club Brugge (0-3 samanlagt)
0-1 Ferran Jutgla ('33 )
0-2 Ferran Jutgla ('45 )

Fenerbahce 1 - 0 Olympiakos (2-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Irfan Can Kahveci ('11 )
Rautt spjald: Andreas Ntoi, Olympiakos ('120)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner