Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 18. apríl 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sesko ofarlega á lista Arsenal - Fleiri félög áhugasöm
Sesko fagnar marki með Leipzig.
Sesko fagnar marki með Leipzig.
Mynd: EPA
Arsenal stefnir á að kaupa sóknarmann í sumar og er Benjamin Sesko, sóknarmaður RB Leipzig í Þýskalandi, ofarlega á listanum.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill bæta sóknarmanni við hópinn fyrir næsta tímabil en það hefur sést á síðustu vikum að liðinu vantar augljóslega mann sem getur skorað mörk.

Sesko er tvítugur Slóveni sem hefur á yfirstandandi tímabili skorað 13 mörk í öllum keppnum.

Arsenal hefur sent njósnara til að fylgjast með honum en það eru fleiri félög að fylgjast með honum, þar á meðal Chelsea og Manchester United.

Sesko er með 50 milljón evra riftunarverð sem verður virkt í samningi hans í sumar en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Líklegt er að hann verði ekki mikið lengur í Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner