Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Þurfið að þola mig aðeins lengur
Mynd: EPA
Þjálfarastarf Ange Postecoglou hefur verið í hættu stærsta hluta tímabilsins eftir hrikalega slæmt gengi Tottenham Hotspur.

Hann er þó enn við stjórnvölinn og var kátur eftir 0-1 sigur á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í gær. Sigurinn fleytti Tottenham áfram í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir spútnik liði Bodö/Glimt frá Noregi sem sló Lazio óvænt úr leik eftir vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.

Búist var sterklega við því að Postecoglou yrði rekinn úr starfi með tapi í Frankfurt, en þess í stað er Tottenham komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og aðeins þremur leikjum frá því að sigra sinn fyrsta titil í 17 ár.

„Stuðningsmenn hafa staðið með félaginu í gegnum erfiða tíma og vonandi gefur þessi sigur þeim eitthvað til að hlakka fyrir," sagði Postecoglou. „Ég er ennþá sami þjálfari og ég var í gær. Ég veit að fólki finnst gaman að gera grín að mér og gera lítið úr þeim árangri sem ég hef náð, en ég get sagt ykkur það að leikmennirnir í hópnum töpuðu aldrei trúnni.

„Ég er hérna á hverjum degi og ég get séð að leikmenn týndu aldrei trú sinni á því að við værum gott lið. Sama er hægt að segja um starfsteymið. Skoðanir fólks á mér skipta engu máli, það sem skiptir mig máli er hugarfarið hjá starfsliðinu og leikmönnum.

„Strákarnir standa þétt saman og þeir hafa ennþá trú á því sem við erum að reyna að gera hérna. Þeir hafa enn trú á mér. Þetta er það sem gefur mér drifkraftinn til að halda áfram. Strákarnir týndu aldrei trúnni sama hversu illa hefur gengið.

„Því miður fyrir ykkur fjölmiðlamenn þá þýðir þetta að þið þurfið að þola mig aðeins lengur."

Athugasemdir
banner
banner