Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Sölvi Geir: Fá páskafríið til að hugsa sinn gang
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings R. svaraði spurningum eftir óvænt 3-0 tap gegn ÍBV í Mjólkurbikarnum í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 Víkingur R.

Staðan var markalaus í hálfleik en Eyjamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleik, þar sem Omar Sowe gerði tvennu og setti Alex Freyr Hilmarsson eitt.

„Við erum virkilega svekktir með niðurstöðu leiksins og okkar frammistöðu. Þetta var alls ekki það sem við lögðum upp með. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að aðstæður buðu ekki upp á fótbolta sem við viljum spila. Við vorum undirbúnir til þess að taka slaginn en í seinni hálfleik mættum við aldrei til leiks sem er mjög svekkjandi," sagði Sölvi að leikslokum, við Vísi.

„Við höfum verið mjög sterkir í þessari keppni og komist í úrslitaleikinn síðustu fimm skipti. Það er ekki þannig núna og við verðum að horfast í augu við það."

Sölvi vill að sínir menn svari fyrir sig með alvöru frammistöðu. Þeir fá páskafríið til að hugsa sinn gang.

„Menn þurfa að mæta í leikina tilbúnir til að berjast fyrir sínu sæti. Það voru frammistöður í dag sem sýndu mér ekki nóg og það verða að vera einhver viðbrögð frá strákunum. Þeir fá páskafríið til þess að hugsa sinn gang og ég vil að menn mæti bara almennilega í næsta leik."
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Athugasemdir
banner