Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. maí 2023 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp missir af Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir ummæli sín í garð Paul Tierney dómara eftir 4-3 sigur gegn Tottenham Hotspur á Anfield.


Klopp telur að Tierney hafi eitthvað á móti Liverpool og vill helst ekki að maðurinn komi nálægt leikjum liðsins.

Klopp verður því ekki á hliðarlínunni í næsta leik Liverpool, sem er gegn Aston Villa, en seinna leikbannið er skilorðsbundið og verður ekki tekið út fyrr en undir lok næstu leiktíðar.

Þýski stjórinn var gríðarlega ósáttur með Tierney eftir leikinn gegn Tottenham og ásakaði hann um að hafa sagt hluti við sig sem „voru ekki í lagi". Dómarasambandið stendur með sínum manni og þvertekur fyrir að Tierney hafi látið eitthvað óviðeigandi út úr sér við Klopp.

„Ég ætla að sýna þér gult spjald... þetta gæti verið rautt, en ég ætla að gefa þér gult," er meðal þess sem Tierney sagði við Klopp sem gerði hann öskureiðan. „VAR sagði gult þannig þú færð að njóta vafans, en ekki gera neitt meira."

Klopp og Liverpool hafa bæði beðist afsökunar á ummælum stjórans eftir leik. Miklu tilfinningaflóði er kennt um viðbrögð Klopp - sem þóttu sérstaklega óviðeigandi vegna ógnandi tilburða stjórans.

Sjá einnig:
Klopp um Tierney: Veit ekki hvað hann hefur á móti okkur
Klopp ákærður af enska sambandinu
Klopp um dómgæsluna: Ég veit ekki hvað hann hefur á móti mér
Klopp ekki refsað eftir jafnteflið


Athugasemdir
banner
banner
banner