Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 18. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Cedric og Elneny kveðja Arsenal á morgun
Elneny er á förum
Elneny er á förum
Mynd: Getty Images
Cedric Soares
Cedric Soares
Mynd: EPA
Cedric Soares og Mohamed Elneny, leikmenn Arsenal á Englandi, munu kveðja stuðningsmenn félagið í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Soares er portúgalskur bakvörður sem kom til Arsenal frá Southampton fyrir fjórum árum.

Á þessum fjórum árum hefur hann spilað 64 leiki og komið að sjö mörkum.

Tækifæri hans hafa verið af skornum skammti á þessu tímabili en hann hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í öllum keppnum.

Eftir þetta tímabil mun samningur hans renna út og kveður hann því félagið gegn Everton í lokaumferðinni á morgun.

Sömu sögu er að segja af egypska miðjumanninum Mohamed Elneny.

Egyptinn kom frá Basel árið 2016 og spilað alls 161 leik og komið að sextán mörkum.

Á þessari leiktíð hefur hann spilað 96 mínútur í sex leikjum í öllum keppnum, en hann mun einnig yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út i sumar.

Elneny vann enska bikarinn á fyrsta tímabili sínu með Arsenal og var einnig í liðinu sem komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner