Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   lau 18. maí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Kane ekki með í lokaumferðinni - Spilar hann gegn Íslandi?
Sóknarmaðurinn Harry Kane verður ekki með Bayern München í lokaumferð þýsku deildarinnar í dag, þegar Bayern mætir Hoffenheim.

Hann er meiddur í baki og skiljanlega hafa Englendingar áhyggjur því Evrópumótið fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Kane er lykilmaður og fyrirliði enska liðsins. England mun leika vináttulandsleik gegn Íslandi á Wembley þann 7. júní.

„Harry er í meðhöndlun hjá einkalækni sínum. Hann getur ekki ferðast. Hann var alveg á mörkunum í Madríd, bakverkurinn hefur versnað og hefur áhrif á hann þegar hann hreyfir sig," segir Thomas Tuchel stjóri Bayern.

Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir Bayern sem vann ekki neinn titil. Harry Kane fær þó gullskóinn en hann hefur skorað 36 mörk í deildinni, tíu mörkum meira en næsti maður.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner
banner