Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 18. maí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Dalvíkingar nýttu ekki færin gegn Fjölni
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Dalvík/Reynir 0 - 0 Fjölnir

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Fjölnir

Dalvík/Reynir tók á móti Fjölni í síðasta leik dagsins í Lengjudeild karla og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Dalvík skiptu um gír í síðari hálfleik og fengu urmul færa. Dalvíkingar voru talsvert sterkari aðilinn á vellinum en einhvern veginn tókst þeim ekki að skora.

Fjölnismenn fengu færi til að stela sigrinum en nýttu það ekki og því urðu lokatölur 0-0.

Dalvíkingar eru komnir með fjögur stig eftir þrjár umferðir, á meðan Fjölnir er í öðru sæti með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner