Omar Sowe var hetja Leiknis þegar liðið nældi í sín fyrstu stig í Lengjudeildinni í dag. Þá vann topplið Njarðvíkur sigur á Þrótti í Laugardalnum.
Omar Sowe skoraði eina mark leiksins þegar honum tókst að fylgja eftir skoti Róbert Quental sem fór af varnarmanni og til Sowe.
Hann hefði getað bætt öðru markinu við þegar Leiknir fékk vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson markvörður ÍR varði hins vegar vel frá honum.
ÍR vildi síðan fá vítaspyrnu þegar Ágúst Unnar Kristinsson féll inn á teignum en ekkert dæmt.
Kenneth Hogg hefði getað komið Njarðvík í forystu gegn Þrótti en átti slappt skot úr dauðafæri. Staðan markalaus í hálfleik.
Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma fóru Njarðvíkingar í skyndisókn og Oumar Diouck rak smiðshöggið á vel útfærða sókn.
Þróttur R. 0 - 1 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck ('83 )
Lestu um leikinn
Leiknir R. 1 - 0 ÍR
1-0 Omar Sowe ('34 )
1-0 Omar Sowe ('66 , misnotað víti)
Lestu um leikinn
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |