Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 18. júní 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Fylkir klifrar upp úr botnsætinu
Matthias Præst
Matthias Præst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 3 - 2 Vestri
0-1 Elmar Atli Garðarsson ('27 )
1-1 Matthias Præst Nielsen ('35 )
2-1 Þóroddur Víkingsson ('73 )
3-1 Ómar Björn Stefánsson ('80 )
3-2 Jeppe Gertsen ('88 )
Lestu um leikinn


Fylkir hefur rifið sig upp úr botnsætinu eftir sigur á Vestra í kvöld í Árbænum.

Gestirnir náðu forystunni þegar fyrirliðinn Elmar Atli Garðarson kom boltanum í netið eftir hornspyrnu. Liðið var ekki lengi með forystuna þar sem Matthias Præst skoraði með föstu skoti inn á teignum eftir sendingu frá Emil Ásmundssyni.

Fylkismenn fengu færi til að komast yfir í seinni hálfleiknum og loksins nýttu þeir það þegar Þóroddur Víkingsson skoraði.

Það var síðan Ómar Björn sem innsiglaði sigur Fylkismanna þegar hann komst í gegn eftir sendingu frá Nikulási Val.

Jeppe Gertsen tókst að klóra í bakkann með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn. Vestri komst í hörku færi stuttu síðar en Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis varði stórkostlega.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner