Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 21:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Davíð Smári sakar leikmenn Fylkis um kynþáttaníð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með," segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, í viðtali við Vísi.

„Ummæli frá þjálfara Fylkis í minn garð sem eru ekki við hæfi í fótboltaleik. Það situr líka eftir."

„Ég held að þeir sem eiga í hlut, þeir vita bara upp á sig sökina. Þeir sem vilja kafa dýpra í það verða bara að fara yfir hvað gerist hérna í leiknum, þegar allt sýður upp úr, milli hverra það er. Ég ætla ekki að eiga nein ummæli um það. Þjálfari Fylkis má reyndar eiga það að hann biður mig afsökunar, og ég tek því."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

Davíð vildi ekki tjá sig frekar um málið í umræddu viðtali við Vísi en Vestri tapaði leiknum 3-2 fyrir Fylki í Bestu deildinni í kvöld.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner