Vestri fór í heimsókn í Árbæinn fyrr í kvöld og mættu Fylki í spennandi leik. Vestri komst yfir snemma leiks en Fylkismenn sneru taflinu við og fóru með sigur af hólmi. Davíð Smári, þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 Vestri
Leikur sem hefði getað endað báðum megin, datt fyrir þá. Markverðirnir í stuði, full opinn leikur fyrir mig."
„Mér fannst við alltof lengi að keyra upp ákefðina í leiknum, við þurftum að bíða þangað til að það væru 7-8 mínútur eftir til að keyra upp ákefð og spyrja þá alvöru spurninga í varnarleiknum.
Hefðum við spilað 5 mínútum lengur þá hefðum við farið héðan með eitthvað."
Á 90. mínútu fékk Davíð að líta gula spjaldið
„Að öllu gríni slepptu þá endar það oft þannig að ég er með svo sterka rödd að ég virðist oft fá gul spjöld, þrátt fyrir að það sé ekkert meira en gengur á á hinum bekknum. "
„Það er búin að vera mikil bið eftir því. Loksins fáum við að spila á okkar heimavelli. Við fáum að minnka þessi ferðalög. Þetta er búið að vera mikið álag á hópinn, bæði líkamlega og andlega".
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir