Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   þri 18. júní 2024 21:26
Kári Snorrason
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri fór í heimsókn í Árbæinn fyrr í kvöld og mættu Fylki í spennandi leik. Vestri komst yfir snemma leiks en Fylkismenn sneru taflinu við og fóru með sigur af hólmi. Davíð Smári, þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

Leikur sem hefði getað endað báðum megin, datt fyrir þá. Markverðirnir í stuði, full opinn leikur fyrir mig."

„Mér fannst við alltof lengi að keyra upp ákefðina í leiknum, við þurftum að bíða þangað til að það væru 7-8 mínútur eftir til að keyra upp ákefð og spyrja þá alvöru spurninga í varnarleiknum.
Hefðum við spilað 5 mínútum lengur þá hefðum við farið héðan með eitthvað."


Á 90. mínútu fékk Davíð að líta gula spjaldið

„Að öllu gríni slepptu þá endar það oft þannig að ég er með svo sterka rödd að ég virðist oft fá gul spjöld, þrátt fyrir að það sé ekkert meira en gengur á á hinum bekknum. "

„Það er búin að vera mikil bið eftir því. Loksins fáum við að spila á okkar heimavelli. Við fáum að minnka þessi ferðalög. Þetta er búið að vera mikið álag á hópinn, bæði líkamlega og andlega".

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner