Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 18. júní 2024 21:26
Kári Snorrason
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri fór í heimsókn í Árbæinn fyrr í kvöld og mættu Fylki í spennandi leik. Vestri komst yfir snemma leiks en Fylkismenn sneru taflinu við og fóru með sigur af hólmi. Davíð Smári, þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

Leikur sem hefði getað endað báðum megin, datt fyrir þá. Markverðirnir í stuði, full opinn leikur fyrir mig."

„Mér fannst við alltof lengi að keyra upp ákefðina í leiknum, við þurftum að bíða þangað til að það væru 7-8 mínútur eftir til að keyra upp ákefð og spyrja þá alvöru spurninga í varnarleiknum.
Hefðum við spilað 5 mínútum lengur þá hefðum við farið héðan með eitthvað."


Á 90. mínútu fékk Davíð að líta gula spjaldið

„Að öllu gríni slepptu þá endar það oft þannig að ég er með svo sterka rödd að ég virðist oft fá gul spjöld, þrátt fyrir að það sé ekkert meira en gengur á á hinum bekknum. "

„Það er búin að vera mikil bið eftir því. Loksins fáum við að spila á okkar heimavelli. Við fáum að minnka þessi ferðalög. Þetta er búið að vera mikið álag á hópinn, bæði líkamlega og andlega".

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner