Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
   þri 18. júní 2024 21:26
Kári Snorrason
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri fór í heimsókn í Árbæinn fyrr í kvöld og mættu Fylki í spennandi leik. Vestri komst yfir snemma leiks en Fylkismenn sneru taflinu við og fóru með sigur af hólmi. Davíð Smári, þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

Leikur sem hefði getað endað báðum megin, datt fyrir þá. Markverðirnir í stuði, full opinn leikur fyrir mig."

„Mér fannst við alltof lengi að keyra upp ákefðina í leiknum, við þurftum að bíða þangað til að það væru 7-8 mínútur eftir til að keyra upp ákefð og spyrja þá alvöru spurninga í varnarleiknum.
Hefðum við spilað 5 mínútum lengur þá hefðum við farið héðan með eitthvað."


Á 90. mínútu fékk Davíð að líta gula spjaldið

„Að öllu gríni slepptu þá endar það oft þannig að ég er með svo sterka rödd að ég virðist oft fá gul spjöld, þrátt fyrir að það sé ekkert meira en gengur á á hinum bekknum. "

„Það er búin að vera mikil bið eftir því. Loksins fáum við að spila á okkar heimavelli. Við fáum að minnka þessi ferðalög. Þetta er búið að vera mikið álag á hópinn, bæði líkamlega og andlega".

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner