Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   þri 18. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli með formlegt tilboð í varnarmann Real Madrid
Mynd: EPA
Ítalska félagið SSC Napoli er í leit að nýjum miðvörðum eftir mikið vonbrigðatímabil á síðustu leiktíð.

Félagið er búið að ráða Antonio Conte sem þjálfara og er staðráðið í að halda lykilmönnum sínum í sumar.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Napoli er á höttunum eftir tveimur miðvörðum, þeim Alessandro Buongiorno hjá Torino og Rafa Marín hjá Real Madrid.

Buongiorno er 25 ára gamall en Marín er aðeins 22 ára og gerði flotta hluti á láni hjá Alavés á síðustu leiktíð.

Marín er spænskur og á 21 leik að baki fyrir yngri landsliðin. Hann er leikmaður U21 landsliðsins sem stendur og var mikilvægur hlekkur í varaliði Real Madrid þar til hann fór til Alavés á láni.

Fabrizio Romano greinir frá því að Napoli sé búið að gera formlegt tilboð í Marín, en ekki er greint frá hversu háa upphæð ítalska félagið bauð.
Athugasemdir
banner
banner
banner