Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 18. júní 2024 22:28
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir HK á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ofboðslega svekkjandi að tapa. Við vorum í góðri stöðu eftir góðan fyrri hálfleik og hefðum kannski átt að vera tvö eða þrjú, núll yfir. Við byrjum síðari hálfleikinn ágætlega, pressum þá og erum að reyna að gera þeim erfitt fyrir í vindinum sem þeir voru að sækja gegn en það var nú aðeins auðveldara að sækja gegn vindinum en með honum. Þannig að þeim tókst að búa til miklu meira í síðari hálfleiknum heldur en þeim tókst í fyrri. Svo er þetta náttúrulega heppnis mark sem þeir skora sem náttúrulega breytir leiknum."

Framarar voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik en staðan var bara 1-0 í hálfleik. Þeir naga sig núna líkast til í handabökin að hafa ekki bara klárað leikinn þá.

„Við hefðum allaveg getað komið okkur í betri stöðu, ég segi kannski ekki 3-0 en 2-0 hefði ekki verið óeðlilegt. En HK gafst ekki upp, þeir snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik, svo þegar leið á hann voru þeir að ógna töluvert meira en við og komust í hættulegri færi. Alltaf fúlt að fá á sig mark eins og fyrra markið er, sjálfsmark sem er skotið í Brynar greyið sem getur ekkert gert og boltinn hrekkur í markið. Svo skora þeir úr föstu leikatriði og klára leikinn. Við eigum einhverjar 10 hornspyrnur þarna í restina, síðustu 6-7 mínúturnar og það er allt í slánna og framhjá. Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem boltinn datt bara ekki í netið fyrir okkur, við áttum svo sannarlega færi til þess."

Fram hefur núna ekki unnið í deildinni 5 leiki í röð. Eftir sterka byrjun er það ákveðin vonbrigði.

„Við erum bara í verkefni hérna að reyna að vera betri en við höfum verið áður. Við erum á ágætis leið með það. Við þurfum að gera betur bara, við þurfum að nýta færin betur og svo þurfum að við að verjast betur eins og við gerðum í byrjun. Það er margt sem við getum lagað. Við erum náttúrulega búnir að vera án Jannik Pohl í 9 leikjum í deildinni af 10 og við erum búnir að vera án Kennie (Chopart) í 6 leikjum af 10. Þetta eru lykilmenn í Fram liðinu sem við höfum ekki getað nýtt. Fyrir vikið þá kannski fer ákveðinn broddur úr bæði sterkum varnaleik með Kennie og sóknarleik sem Jannik getur boðið upp á með sínum hraða. Þannig að vonandi að þeir hjálpi okkur með að taka skrefið upp á við og vera eins og við vorum í byrjun móts. En það er margt annað sem þarf að laga."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner