Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 18. júní 2024 22:31
Þorsteinn Haukur Harðarson
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara æðislegt. Það stefndi í 0-0 og við vorum búnir að fá þónokkur færi til að skora en það var ekki að detta. Það var geðveikt að ná að brjóta ísinn í lokin," sagði Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld en Viktor skoraði fyrra mark ÍA í leiknum. 


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Þrátt fyrir að hafa komist í 2-0 mjög seint í leiknum náði KR að minnka muninn og fékk svo hornspyrnu í restina. Viktor er sammála því að Skagamenn hafi gert þetta of spennandi í lokin.

"Já maður er aldrei rólegur. Ég var að öskra á menn að halda fókus því maður veit hvað getur gerst. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Það var sætt þegar hann flautaði í lokin."


Með marki sínu í dag hefur Viktor nú skorað 8 mörk í 10 leikjum. Hann hefur oft skorað mikið í Lengjudeildinni en aldrei náð að springa út í þeirri Bestu. Er hann loksins að sýna sitt rétta andlit?

"Já ekki spurning. Loksins get ég sýnt hvað ég get. Umræðan var mikil fyrir tímabilið en það mótiveraði mig bara og hefur hjálpað mér."



Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar og Viktor segir að liðið þurfi að setja sér ný markmið. "Nú setjum við markið hærra. Fyrsta markmið var að halda sér í deildinni en nú hlýtur markmiðið að vera hærra." 

Allt viðtalið við Viktor má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner