Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   þri 18. júní 2024 22:31
Þorsteinn Haukur Harðarson
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara æðislegt. Það stefndi í 0-0 og við vorum búnir að fá þónokkur færi til að skora en það var ekki að detta. Það var geðveikt að ná að brjóta ísinn í lokin," sagði Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld en Viktor skoraði fyrra mark ÍA í leiknum. 


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Þrátt fyrir að hafa komist í 2-0 mjög seint í leiknum náði KR að minnka muninn og fékk svo hornspyrnu í restina. Viktor er sammála því að Skagamenn hafi gert þetta of spennandi í lokin.

"Já maður er aldrei rólegur. Ég var að öskra á menn að halda fókus því maður veit hvað getur gerst. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Það var sætt þegar hann flautaði í lokin."


Með marki sínu í dag hefur Viktor nú skorað 8 mörk í 10 leikjum. Hann hefur oft skorað mikið í Lengjudeildinni en aldrei náð að springa út í þeirri Bestu. Er hann loksins að sýna sitt rétta andlit?

"Já ekki spurning. Loksins get ég sýnt hvað ég get. Umræðan var mikil fyrir tímabilið en það mótiveraði mig bara og hefur hjálpað mér."



Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar og Viktor segir að liðið þurfi að setja sér ný markmið. "Nú setjum við markið hærra. Fyrsta markmið var að halda sér í deildinni en nú hlýtur markmiðið að vera hærra." 

Allt viðtalið við Viktor má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner