Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   þri 18. júní 2024 22:31
Þorsteinn Haukur Harðarson
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara æðislegt. Það stefndi í 0-0 og við vorum búnir að fá þónokkur færi til að skora en það var ekki að detta. Það var geðveikt að ná að brjóta ísinn í lokin," sagði Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld en Viktor skoraði fyrra mark ÍA í leiknum. 


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Þrátt fyrir að hafa komist í 2-0 mjög seint í leiknum náði KR að minnka muninn og fékk svo hornspyrnu í restina. Viktor er sammála því að Skagamenn hafi gert þetta of spennandi í lokin.

"Já maður er aldrei rólegur. Ég var að öskra á menn að halda fókus því maður veit hvað getur gerst. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Það var sætt þegar hann flautaði í lokin."


Með marki sínu í dag hefur Viktor nú skorað 8 mörk í 10 leikjum. Hann hefur oft skorað mikið í Lengjudeildinni en aldrei náð að springa út í þeirri Bestu. Er hann loksins að sýna sitt rétta andlit?

"Já ekki spurning. Loksins get ég sýnt hvað ég get. Umræðan var mikil fyrir tímabilið en það mótiveraði mig bara og hefur hjálpað mér."



Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar og Viktor segir að liðið þurfi að setja sér ný markmið. "Nú setjum við markið hærra. Fyrsta markmið var að halda sér í deildinni en nú hlýtur markmiðið að vera hærra." 

Allt viðtalið við Viktor má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner