Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   þri 18. júní 2024 22:31
Þorsteinn Haukur Harðarson
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara æðislegt. Það stefndi í 0-0 og við vorum búnir að fá þónokkur færi til að skora en það var ekki að detta. Það var geðveikt að ná að brjóta ísinn í lokin," sagði Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld en Viktor skoraði fyrra mark ÍA í leiknum. 


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

Þrátt fyrir að hafa komist í 2-0 mjög seint í leiknum náði KR að minnka muninn og fékk svo hornspyrnu í restina. Viktor er sammála því að Skagamenn hafi gert þetta of spennandi í lokin.

"Já maður er aldrei rólegur. Ég var að öskra á menn að halda fókus því maður veit hvað getur gerst. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Það var sætt þegar hann flautaði í lokin."


Með marki sínu í dag hefur Viktor nú skorað 8 mörk í 10 leikjum. Hann hefur oft skorað mikið í Lengjudeildinni en aldrei náð að springa út í þeirri Bestu. Er hann loksins að sýna sitt rétta andlit?

"Já ekki spurning. Loksins get ég sýnt hvað ég get. Umræðan var mikil fyrir tímabilið en það mótiveraði mig bara og hefur hjálpað mér."



Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar og Viktor segir að liðið þurfi að setja sér ný markmið. "Nú setjum við markið hærra. Fyrsta markmið var að halda sér í deildinni en nú hlýtur markmiðið að vera hærra." 

Allt viðtalið við Viktor má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner