
Salka Sól er stödd í Tilburg til að skemmta fótboltaáhugafólki og styðja stelpurnar okkar. Hún tilkynnti Fótbolta.net það að hún væri gömul fótboltastelpa.
„Ég varð einu sinni Íslandsmeistari í 5. flokki B með Breiðabliki og lifi enn á þeim minningum. En ég hætti í fótbolta til að æfa á trompet," segir Salka.
„Ég er í fyrsta sinn að fara á stóran landsleik síðan ég var yngri en tíu ára. Kannski verð ég duglegri að fylgjast með eftir þetta."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir