Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. júlí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um heimildarþætti Amazon - „Þetta reyndi verulega á"
Mikel Arteta, stjóri Arsenal
Mikel Arteta, stjóri Arsenal
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, segir það hafa verið krefjandi áskorun að hafa myndavélar á sér dags daglega á meðan Amazon tók upp heimildarþættina All or Nothing: Arsenal, en þeir verða sýndir á streymisveitunni í næsta mánuði.

Amazon hefur undanfarin ár veitt fólki innsýn inn í heim fótboltans og sýnt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá stærstu félögum Evrópu.

Þættirnir bera heitið All or Nothing og nú er röðin komin að Arsenal, en tökulið fylgdi liðinu á síðustu leiktíð er það barðist um sæti í Meistaradeildinni.

Arteta segir það hafa tekið á að hafa myndavélarnar á sér allan þennan tíma.

„Í allri hreinskilni þá reyndi þetta verulega á en um leið held ég að þetta hafi verið mögnuð reynsla fyrir mig og félagið. Allir geta séð hvernig þetta er dags daglega og hvernig raunveruleikinn hjá félaginu er og það án allra takmarkana."

„Fyrir mig persónulega þá var þetta mjög krefjandi því þú ert með myndavélar á þér allan sólarhringinn. Maður á það til að gleyma því, þannig þegar það er talað um 'Big Brother' húsin og að fólk geri suma hluti, þá er alveg eitthvað til í þessu því ég átti það til að gleyma myndavélunum."

Stjórinn segist ekki viss hvort að sumt sem hann sagði hafi verið ritskoðað eða ekki. Það mun koma í ljós þann 4. ágúst þegar þættirnir fara í sýningu á Amazon Prime.

„Þið fáið að sjá það í þáttunum. Ef við værum með myndavélar hérna núna þá myndi ég ekki gera það sama en þetta er búið og gert."

„Þurfti að ritskoða eitthvað? Mark, sem er yfir fjölmiðlamálum, gat gert það. Ég hef ekki séð neitt. Ég held að ég sé eini stjórnandinn sem hefur ekki séð þessa þætti, þannig ef það eru einhver vandamál þá verður mér kennt um því ég gerði eitthvað eða einhver annar gerði það,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner