Hver mun vinna Ballon d'Or gullboltann sem besti leikmaður heims 2024? Tilnefningar verða opinberaðar 4. september. Við skoðum hér hvaða sex leikmenn eru efstir á blaði hjá veðbönkum.
Þú getur látið þína skoðun í ljós með því að taka þátt í skoðanakönnun sem er á forsíðunni.
Vinicius Jr (Real Madrid, Brasilía)
Spilaðir leikir: 49. Mörk skoruð: 26. Stoðsendingar: 11. Bikarar: La Liga, Meistaradeildin, Spænski Ofurbikarinn.
Þessi lykilmaður Real Madrid hefur verið orðaður við Gullboltann í nokkurn tíma en hann var markakóngur spænska stórliðsins á síðasta tímabili. Sigur með Brasilíu á Copa America hefði líklega gulltryggt honum Ballon d'Or en liðið féll út í vítakeppni gegn Úrúgvæ í 8-liða úrslitum.
Síðasti Brasilíumaður sem vann Ballon d'Or var Kaka 2007
Rodri (Manchester City, Spánn)
Spilaðir leikir: 63. Mörk skoruð: 12. Stoðsendingar: 14. Bikarar: Enska úrvalsdeildin, Ofurbikar Evrópu, HM félagsliða, EM 2024.
Þessi öflugi spænski varnartengiliður tapaði bara einum leik á tímabilinu fyrir land og lið. Hann fór meiddur af velli í úrslitaleik EM en hafði þegar gert nóg til að tryggja sér titilinn besti leikmaður mótsins.
Enginn leikmaður Manchester City hefur unnið Ballon d'Or meðan hann var hjá félaginu
Jude Bellingham (Real Madrid, England)
Spilaðir leikir: 54. Mörk skoruð: 27. Stoðsendingar: 16. Bikarar: La Liga, Meistaradeildin, Spænski Ofurbikarinn.
Þessi 21 árs enski landsliðsmiðjumaður átti frábært fyrsta tímabil með Real Madrid. Hann sýndi ekki sínar bestu hliðar á EM en skoraði stórkostlegt mark gegn Slóvakíu.
Hann yrði fyrsti Englendingurinn til að vinna Ballon d'Or síðan Michael Owen 2001
Dani Carvajal (Real Madrid, Spánn)
Spilaðir leikir: 54. Mörk skoruð: 7. Stoðsendingar: 8. Bikarar: La Liga, Meistaradeildin, Spænski Ofurbikarinn, EM 2024.
Aðeins einn af tólf leikmönnum sem hefur spilað í og unnið bæði Meistaradeildina og EM landsliða á sama ári. Hann skoraði fyrsta mark Real Madrid í úrslitaleiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Þá skoraði hann fyrir Spán í sigri gegn Króatíu á EM.
Carvajal yrði fyrsti bakvörðurinn til að vinna Ballon d'Or
Lamine Yamal (Barcelona, Spánn)
Spilaðir leikir: 64. Mörk skoruð: 10. Stoðsendingar: 14. Bikarar: EM 2024.
Yamal er nýorðinn sautján ára og átti algjörlega magnað tímabil hjá Barcelona miðað við þetta ungan dreng. Hann var síðan alveg ótrúlegur á EM, fjórar stoðsendingar og geggjað mark í sigri gegn Frakklandi. Yngsti leikmaður, markaskorari og sigurvegari á EM. Var valinn besti ungi leikmaður mótsins.
Brasilíska goðsögnin Ronaldo er yngsti leikmaður sem hefur unnið Ballon d'Or en hann var 21 árs þegar hann vann 1997
Lionel Messi (Inter Miami, Argentína)
Spilaðir leikir: 39. Mörk skoruð: 28. Stoðsendingar: 17. Bikarar: Copa America.
Sá sigursælasti og núverandi handhafi. Hinn 37 ára gamli Messi hefur átta sinnum unnið Ballon d'Or, oftar en nokkur annar. Það yrði þó mjög óvænt ef hann vinnur í ár. Hann skoraði bara eitt mark á Copa America, fór meiddur af velli í úrslitaleiknum og náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á mótinu.
Messi vann engan titil með Inter Miami á árinu
Athugasemdir