Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 12:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Jökull á leið í markið hjá Aftureldingu
Lengjudeildin
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Jökull Andrésson er á heimleið og mun ganga í raðir uppeldisfélags síns Aftureldingar, samkvæmt heimildum mbl.is.

Jökull er 22 ára og hefur lengi verið í herbúðum Reading en ekki leikið mótsleik fyrir aðalliðið. Hann hefur verið lánaður til fimm félaga í ensku neðri deildunum.

Hann lék með Carlisle síðasta vet­ur en spilaði aðeins sjö leiki á tímabilinu. Áður lék hann með Stevena­ge, Ex­eter, Mor­ecam­be og Hun­ger­ford.

Hann á að baki einn A-lands­leik, vináttulandsleik gegn Úganda í janúar 2022, og sjö leiki með yngri landsliðum

Afturelding hefur ekki staðið undir væntingum á þessu tímabili og er í níunda sæti af tólf liðum í Lengjudeildinni. Fyrir tímabilið var liðinu spáð toppsætinu. Arnar Daði Jóhannesson sem hefur verið aðalmarkvörður Aftureldingar missti sæti sitt eftir slaka frammistöðu og varamarkvörðurinn Birkir Haraldsson stóð í rammanum í síðustu umferð.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner