Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 18. ágúst 2022 22:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Mér finnst við hafa gleymt grunngildum þessa félags
Lengjudeildin
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með þetta. Þetta var virkilega flott. Við lögðum upp fyrir þennan leik að sýna baráttu. Við ræddum grunngildi þessa félags sem mér finnst hafa gleymst aðeins í því að reyna spila fallegan fótbolta að við eigum alltaf að vera erfiðir heim að sækja og vera yfir í öllum návígum og það hefur gleymst aðeins í sumar og við fórum vel yfir það a fundi áðan” Segir Davíð Smári Þjálfari Kórdrengja eftir 4-0 sigur sinna manna á Vestra í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Þetta á að sjást í öllum leikjum hjá Kórdrengjum. Það hafa verið miklar mannabreytingar hjá okkur seinustu ár og kannski hefur gleymst að fara yfir þá hluti afhverju við erum hérna og hverjir það voru sem sköpuðu það að við fórum upp um allar þessa deildir á þessum árum. Þeir leikmenn sem sköpuðu þessa sigurhefð hjá okkur eru ekkert endilega bestu leikmennirnir en þeir hafa lagt sig meira fram en leikmenn hinna liðanna og það má ekki gleymast.”

Morten Hansen skoraði glæsilegt mark í dag og þar að leiðandi sitt fyrsta mark hérlendis.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er mjög sterkur varnarlega en við nýttum hann aðeins framar á vellinum útaf hæð hans og vegna þess að hann er öruggur á boltanum”

Næsti leikur Kórdrengja er útileikur gegn Selfyssingum.

„Uppleggið þar er að spila fyrir okkur sjálfa og spila fyrir það sem liðið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Að spila af virðingu og með attitude og baráttu. Við erum ekki það góðir í fórbolta að við getum gleymt þvi sem við stöndum fyrir.”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner