Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 18. ágúst 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Valur og Breiðablik spila ytra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Breiðablik spila í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Hayasa

Strax klukkan 9 mæta Valskonur liði Hayasa frá Armeníu en leikurinn fer fram í Slóveníu.

Ef Valskonur vinna leikinn þá mæta þær annað hvort Pomurje frá Slóveníu eða Shelbourne frá Írlandi á sunnudag í öðrum úrslitaleik um að komast á næsta stig forkeppninnar.

Klukkan 16 mæta Blikastúlkur til leiks í Þrándheimi. Þær mæta þá Rosenborg sem er í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Ef Breiðablik vinnur leikinn þá spila þær annan úrslitaleik á sunnudaginn um að komast á næsta stig forkeppninnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner