Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 12:35
Elvar Geir Magnússon
Tveir taka út leikbann þegar HK mætir ÍA
Brynjólfur Darri Willumsson fer ekki til Vestmannaeyja.
Brynjólfur Darri Willumsson fer ekki til Vestmannaeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd hittist í gær, fékk sér bakkelsi og kaffi og dæmdi leikmenn í bann.

Brynjólfur Darri Willumsson, sóknarmaður Breiðabliks, fékk sína fjórðu áminningu í jafnteflinu gegn Stjörnunni og verður ekki með Kópavogsliðinu í útileik gegn ÍBV í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudag.

Á sama tíma mætast HK og ÍA en tveir leikmenn taka út bann í þeim leik. Gonzalo Zamorano hjá ÍA fer í bann vegna uppsafnaðra áminninga en Björn Berg Bryde hjá HK fékk rautt í jafnteflinu gegn KA og tekur út bann.

Inkasso-deildin:
Lokaumferð Inkasso-deildarinnar fer fram á laugardaginn. Ingibergur Kort Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, tekur út bann þegar Grafarvogsliðið heimsækir Keflavík. Fjölnismenn tryggðu sér sæti í Pepsi Max-deildinni í síðustu umferð.

Adolf Bitegeko verður í banni hjá Keflavík en hann er hjá félaginu á lánssamningi frá KR.

Unnar Steinn Ingvarsson tekur út leikbann hjá Fram sem heimsækir Leikni. Breiðholtsliðið á enn smá von um að komast upp í Pepsi Max-deildina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner