Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   lau 18. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemmi Hreiðars: Mætum í hvern einasta leik til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það er alltaf eins en ef maður tapar einhverntíman fótboltaleik þá er það þegar það skiptir ekki rassgat máli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum eftir tap liðsins í síðasta leik tímabilsins gegn KV í dag en liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni og sæti í næst efstu deild.

Þróttarar komu inn í leikinn til að ná í þrjú stig ekki til að taka Völsung með sér upp í 1. deild.

„Þú mætir í hvern einasta leik til að vinna og við vorum fyrst og fremst með það í huga og fá 45 stig frekar en 42. Það er í höndum KV og Völsungs að koma sér upp en ekki okkar."

Hemmi var ánægður með stígandan í liðinu á tímabilinu.

„Við byrjuðum hálf hikstandi en svo kom kafli sem við náðum helvíti góðu skriði. Það er rosalegur karakter í þessum hóp, þeir gerðu vel í fyrra og fylgdu því eftir í vetur og momentið áfram inn í sumarið og verið helvíti öflugir."

Hemmi var gríðarlega ánægður eftir vonbrigðartímabil í fyrra.

„Eftir að hafa sett sér markmið snemma eftir síðasta tímabil, við fórum ekkert að væla eða skæla þegar mótið var flautað af, við þéttum raðirnar og ákváðum að þetta væri í okkar höndum og keyrðum þetta strax vel upp í vetur. Karakter á allt liðið, það var enginn að hengja haus, það var bara 'heyrðu, við vinnum bara deildina á næsta ári" og að standa við það er meiriháttar."
Athugasemdir
banner
banner