Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 18. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemmi Hreiðars: Mætum í hvern einasta leik til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það er alltaf eins en ef maður tapar einhverntíman fótboltaleik þá er það þegar það skiptir ekki rassgat máli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum eftir tap liðsins í síðasta leik tímabilsins gegn KV í dag en liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni og sæti í næst efstu deild.

Þróttarar komu inn í leikinn til að ná í þrjú stig ekki til að taka Völsung með sér upp í 1. deild.

„Þú mætir í hvern einasta leik til að vinna og við vorum fyrst og fremst með það í huga og fá 45 stig frekar en 42. Það er í höndum KV og Völsungs að koma sér upp en ekki okkar."

Hemmi var ánægður með stígandan í liðinu á tímabilinu.

„Við byrjuðum hálf hikstandi en svo kom kafli sem við náðum helvíti góðu skriði. Það er rosalegur karakter í þessum hóp, þeir gerðu vel í fyrra og fylgdu því eftir í vetur og momentið áfram inn í sumarið og verið helvíti öflugir."

Hemmi var gríðarlega ánægður eftir vonbrigðartímabil í fyrra.

„Eftir að hafa sett sér markmið snemma eftir síðasta tímabil, við fórum ekkert að væla eða skæla þegar mótið var flautað af, við þéttum raðirnar og ákváðum að þetta væri í okkar höndum og keyrðum þetta strax vel upp í vetur. Karakter á allt liðið, það var enginn að hengja haus, það var bara 'heyrðu, við vinnum bara deildina á næsta ári" og að standa við það er meiriháttar."
Athugasemdir
banner
banner