Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   lau 18. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemmi Hreiðars: Mætum í hvern einasta leik til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það er alltaf eins en ef maður tapar einhverntíman fótboltaleik þá er það þegar það skiptir ekki rassgat máli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum eftir tap liðsins í síðasta leik tímabilsins gegn KV í dag en liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni og sæti í næst efstu deild.

Þróttarar komu inn í leikinn til að ná í þrjú stig ekki til að taka Völsung með sér upp í 1. deild.

„Þú mætir í hvern einasta leik til að vinna og við vorum fyrst og fremst með það í huga og fá 45 stig frekar en 42. Það er í höndum KV og Völsungs að koma sér upp en ekki okkar."

Hemmi var ánægður með stígandan í liðinu á tímabilinu.

„Við byrjuðum hálf hikstandi en svo kom kafli sem við náðum helvíti góðu skriði. Það er rosalegur karakter í þessum hóp, þeir gerðu vel í fyrra og fylgdu því eftir í vetur og momentið áfram inn í sumarið og verið helvíti öflugir."

Hemmi var gríðarlega ánægður eftir vonbrigðartímabil í fyrra.

„Eftir að hafa sett sér markmið snemma eftir síðasta tímabil, við fórum ekkert að væla eða skæla þegar mótið var flautað af, við þéttum raðirnar og ákváðum að þetta væri í okkar höndum og keyrðum þetta strax vel upp í vetur. Karakter á allt liðið, það var enginn að hengja haus, það var bara 'heyrðu, við vinnum bara deildina á næsta ári" og að standa við það er meiriháttar."
Athugasemdir
banner
banner