Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 18. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemmi Hreiðars: Mætum í hvern einasta leik til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það er alltaf eins en ef maður tapar einhverntíman fótboltaleik þá er það þegar það skiptir ekki rassgat máli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum eftir tap liðsins í síðasta leik tímabilsins gegn KV í dag en liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni og sæti í næst efstu deild.

Þróttarar komu inn í leikinn til að ná í þrjú stig ekki til að taka Völsung með sér upp í 1. deild.

„Þú mætir í hvern einasta leik til að vinna og við vorum fyrst og fremst með það í huga og fá 45 stig frekar en 42. Það er í höndum KV og Völsungs að koma sér upp en ekki okkar."

Hemmi var ánægður með stígandan í liðinu á tímabilinu.

„Við byrjuðum hálf hikstandi en svo kom kafli sem við náðum helvíti góðu skriði. Það er rosalegur karakter í þessum hóp, þeir gerðu vel í fyrra og fylgdu því eftir í vetur og momentið áfram inn í sumarið og verið helvíti öflugir."

Hemmi var gríðarlega ánægður eftir vonbrigðartímabil í fyrra.

„Eftir að hafa sett sér markmið snemma eftir síðasta tímabil, við fórum ekkert að væla eða skæla þegar mótið var flautað af, við þéttum raðirnar og ákváðum að þetta væri í okkar höndum og keyrðum þetta strax vel upp í vetur. Karakter á allt liðið, það var enginn að hengja haus, það var bara 'heyrðu, við vinnum bara deildina á næsta ári" og að standa við það er meiriháttar."
Athugasemdir
banner
banner