Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 18. september 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Mudryk þurfa að bæta leikskilning sinn
Mauricio Pochettino stjóri Chelsea segir að Mykhailo Mudryk þurfi að 'skilja leikinn betur' eftir að Úkraínumaðurinn átti erfitt uppdráttar í markalausu jafntefli gegn Bournemouth í gær.

Vængmaðurinn hefur ekki enn skorað mark fyrir Chelsea síðan hann kom frá Shaktar Donetsk í janúar. Hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í gær en tókst ekki að nýta það.

Mudryk var tekinn af velli á 63. mínútu og segir Pochettino að leikmaðurinn eigi enn eftir að aðlagast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er að bæta sig en þarf að læra. Enska úrvalsdeildin er hröð, leikurinn er svo hraður. Hann þarf að skilja leikinn betur og tengjast liðinu betur. Við þurfum að gefa honum verkfærin og þolinmæðina til að bæta sig eftir því sem líður á tímabilið," segir Pochettino.

Chelsea hefur átt erfitt tímabil og situr í 15. sæti, með aðeins fimm stig úr síðustu fimm leikjum. Liðið hefur aðeins skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni til þessa.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner