Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
   mán 18. september 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki hvað Ramsdale gerði til að missa sæti sitt
Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale.
Mynd: Getty Images
Arsenal vann 0-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það vakti athygli að David Raya var í markinu á kostnað Aaron Ramsdale.

Raya var fenginn frá Brentford í sumar til að veita Ramsdale samkeppni.

Það voru ekki allir sammála þeirri ákvörðun að taka Ramsdale úr liðinu og einn þeirra sem var ósáttur var fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan. Hann er stuðningsmaður Arsenal en hann var ekki sáttur með stjórann Mikel Arteta í gær.

„Ég skil ekki hvað Ramsdale hefur gert til að verðskulda að missa sæti sitt. Ég skil það með Havertz... en Ramsdale hefur stöðugt verið frábær. Af hverju að niðurlægja hann?" sagði Morgan í gær.

Arteta vildi ekki gera mikið úr þessari breytingu í gær, sagðist einfaldlega vera með góðan hóp sem þyrfti að nota.
Athugasemdir
banner