Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. október 2020 15:09
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Með sextán stiga forystu eftir tap í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Håkon Kjøllmoen
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Brann sem tapaði fyrir Mjondalen í norska boltanum í gærkvöldi.

Dagur Dan Þórhallsson var ekki í hópi Mjondalen sem komst í tveggja marka forystu eftir góðan fyrri hálfleik.

Brann tók völdin á vellinum í síðari hálfleik en boltinn fann ekki leiðina í netið þrátt fyrir margar tilraunir.

Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Mjondalen sem er í fallsæti sem stendur, fimm stigum frá öruggu sæti. Brann er með sex stigum meira heldur en Mjondalen.

Mjondalen 2 - 0 Brann
1-0 M. Ovenstad ('13)
2-0 I. Twum ('37)

Topplið Bodö/Glimt tapaði þá fyrsta leiknum á tímabilinu en Alfons Sampsted var ekki með.

Alfons er lykilmaður hjá toppliðinu en leikurinn í dag var gegn Molde, sem er í öðru sæti.

Bodö/Glimt er með sextán stiga forystu þrátt fyrir tapið. Rosenborg getur stytt forystuna niður í fimmtán stig með sigri í dag.

Molde 4 - 2 Bodö/Glimt
0-1 S. Tounekti ('30)
1-1 M. Eikrem ('32)
2-1 O. Omoijuanfo ('44)
3-1 E. Hestad ('47)
4-1 M. Eikrem ('52)
4-2 V. Moberg ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner