Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2020 16:41
Elvar Geir Magnússon
Valskonur úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í bráðabana
Mist Edvardsdóttir skoraði.
Mist Edvardsdóttir skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni en það dugði ekki til.
Sandra Sigurðardóttir varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni en það dugði ekki til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 1 Glasgow City FC
0-1 Leanne Crichton ('51)
1-1 Mist Edvardsdóttir ('79)
Vítaspyrnukeppni: 3-4

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir naumt tap gegn Glasgow City. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni og svo bráðabana en úrslitin réðust þegar Arna Eiríksdóttir skaut framhjá úr vítaspyrnu sinni.

Leikurinn fór fram á Origo vellinum og var þokkalegur kuldi meðan á honum stóð. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en á 51. mínútu komst skoska liðið yfir eftir aukaspyrnu inn í teiginn. Leanne Crichton náði að skora af stuttu færi.

Á 79. mínútu jafnaði Valur í 1-1. „Hallbera með hornið sem Lee slær í stöngina, þaðan berst boltinn í sköflunginn á Mist og í netið. Valskonur hafa jafnað!!!" skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í textalýsingu frá leiknum.

Staðan jöfn eftir hefðbundinn leiktíma og því gripið til framlengingar. Í fyrri hálfleik hennar fékk Elín Metta Jensen dauðafæri.

„Elín Metta sleppur ein gegn Lee í markinu, Reynir að leika á hana en Lee nær boltanum af tánum á henni. Þarna á hún einfaldlega að gera betur!" skrifaði Sverrir.

Í lok framlengingarinnar vildu Valskonur fá vítaspyrnu þegar Hlín Eiríksdóttir var klippt niður í teignum en ekkert var dæmt og réðust því úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Gangur vítaspyrnukeppninnar:
0-1 MARK - Leanne Crichton skorar fyrir Glasgow
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tók spyrnu sem var varin
0-1 Sandra ver frá Mairead Fulton
0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir markið
0-1 Sandra ver frá Joanne Love
1-1 MARK - Elín Metta Jensen skorar
1-2 MARK - Lauren Wade skorar fyrir Glasgow
2-2 MARK - Hlín Eiríksdóttir skorar
2-3 MARK - Clare Shine skorar fyrir Glasgow
3-3 MARK - Ásdís Karen Halldórsdóttir skorar
BRÁÐABANI:
3-4 MARK - Zaneta Wyne skorar
3-4 Arna Eiríksdóttir skýtur framhjá
Athugasemdir
banner
banner
banner