Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 17:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar Mandzukic talaði var það bara til að móðga mig"
Moise Kean í leik með Juventus
Moise Kean í leik með Juventus
Mynd: Getty Images

Mario Mandzukic er ekki allra, það þekkjum við Íslendingar full vel. Moise Kean er heldur ekki mjög hrifinn af honum.


Kean var liðsfélagi Mandzukic hjá Juventus þegar hann var að taka sín fyrstu skref með aðalliðinu. Kean var í viðtali í hlaðvarpsþætti 19F þar sem hann talaði um Mandzukic.

„Mandzukic er einn af þeim sem skildi eftir sig varanleg áhrif í íþróttaheiminum. Hann hefur svipuð einkenni og Ibrahimovic. Hann talar ekki mikið," sagði Kean.

Fyrstu kynnin þeirra voru ekki skemmtileg fyrir Kean.

„Hann talaði ekki við mig, ef hann gerði það var það bara til að móðga mig. Þegar ég var 15 ára æfði ég með aðalliðinu. Þeir færðu mig í búningsklefann. Ég sat nálægt honum og hann spurði hvað ég væri að gera hérna. Ég er að reyna vera eins og þú," sagði Kean.

„Hlustaðu, þú ert hér í dag en á morgun ferðu aftur í unglingaliðið," svaraði Mandzukic.


Athugasemdir
banner
banner
banner