Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar Bliki til Anderlecht?
Kvenaboltinn
Andrea Rut Bjarnadóttir.
Andrea Rut Bjarnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska félagið Anderlecht hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á Andreu Rut Bjarnadóttur, leikmanni Breiðabliks.

Andrea Rut, sem er fædd árið 2003, hefur leikið frábærlega með Breiðabliki síðustu tvö tímabil og hjálpað félaginu að vinna tvo Íslandsmeistaratitla. Hún varð að auki bikarmeistari með liðinu síðastliðið sumar.

Andrea getur leyst margar stöður framarlega á vellinum en aðallega var hún að spila fremst á miðju hjá Blikum í sumar.

Anderlecht hefur áður sótt leikmann frá Breiðabliki en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir gekk í raðir belgíska félagsins frá Blikum fyrr á þessu ári.

Anderlecht er sem stendur í öðru sæti belgísku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Leuven.
Athugasemdir
banner