Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 19. janúar 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Aston Villa reynir að fá Sanson
Aston Villa hefur spurst fyrir um Morgan Sanson, miðjumann Marseille, og möguleiki er á að hann gangi til liðs við félagið á næstunni.

Viðræður eru í gangi en Marseille vill fá 15 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla Sanson.

Marseille þarf að fá pening í kassann og er því tilbúið að hlusta á tilboð í Sanson.

West Ham og fleiri ensk félög hafa sýnt Sanson áhuga í gegnum tíðina.

Aston Villa er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið á leiki inni eftir frestanir að undanförnu í kjölfarið á kórónuveirusmiti hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner