Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 19. janúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Diego Carlos nálgast Newcastle - Vinstri bakvörður Leverkusen á leiðinni?
Diego Carlos
Diego Carlos
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brasilíski varnarmaðurinn Diego Carlos verður orðinn leikmaður Newcastle United á næstu dögum en Guardian og fleiri miðlar á Englandi halda þessu fram.

Þessi 28 ára gamli miðvörður lagði fram beiðni um sölu frá Sevilla á dögunum og virðast viðræður hafa gengið hratt fyrir sig síðan en það má gera ráð fyrir því að gengið verði frá helstu smáatriðum á næstu dögum.

Newcastle greiðir Sevilla 30 milljónir punda fyrir þjónustu hans og verður hann að öllum líkindum kynntur fyrir eða rétt eftir helgi.

Sevilla hefur ekki viljað selja Carlos þar sem Jules Kounda hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en félagið virðist hafa látið undan og er nú reiðubúið að losa sig við hann.

Bakker á leiðinni?

Daily Mail greinir þá frá því að Newcastle sé í viðræðum við þýska félagið Bayer Leverkusen um kaup á hollenska vinstri bakverðinum Mitchel Bakker.

Bakker, sem er 21 árs gamall, var keyptur til Leverkusen frá Paris Saint-Germain síðasta sumar fyrir 8,5 milljónir punda en Newcastle sér fyrir sér að nota hann bæði í bakverði og miðverði.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill fá tvo varnarmenn inn í hópinn áður en glugginn lokar og væri því Bakker fín lausn með Carlos.
Athugasemdir
banner