Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. janúar 2022 17:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Arsenal grunaður um veðmálasvindl
Mynd: EPA
Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka leikmann Arsenal en hann er grunaður um veðmálasvindl. The Atheltic greinir frá þessu.

Leikmaðurinn er ekki nafngreindur en hann er talinn hafa viljandi fengið gult spjald fyrr á leiktíðinni. Það eru dæmi um álíka svindl síðustu ár en Daniel Sturridge fyrrum leikmaður Liverpool fékk bann fyrir að segja bróður sínum að veðja á möguleg félagaskipti sín.

Þá var leikmaður Lincoln settur í sex ára bann árið 2018 fyrir að segja félögum sínum að veðja á að hann fengi gult spjald í leik.

„Sambandið veit af þessu og er að skoða þetta," sagði fulltrúi enska knattspyrnusambandsins við The Athletic.

„Margir sem þekkja vel til veðmálaheimsins hafa tjáð The Athletic að þetta atvik er leikmaðurinn fékk gult spjald er mjög óvenjulegt," segir enn fremur í grein The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner