Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Svekktur að hafa ekki unnið Puskas-verðlaunin - „Ég hlýt að spila golf"
Valentino Lazaro
Valentino Lazaro
Mynd: Getty Images
Austurríski landsliðsmaðurinn Valentino Lazaro var frekar svekktur yfir því að hafa ekki unnið Puskas-verðlaunin fyrir markið sem hann skoraði gegn Bayer Leverkusen í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.

Lazaro skoraði stórbrotið mark, líkt og öll önnur mörk sem eru tilnefnd til verðlaunanna.

Markið gerði hann fyrir Borussia Monchengladbach gegn Leverkusen en hann skoraði með sporðdrekaspyrnu í vinstra hornið eftir laglega fyrirgjöf frá hægri vængnum.

Erik Lamela vann verðlaunin á verðlaunahátíð FIFA fyrir Rabona-mark í Norður-Lundúnaslag gegn Arsenal en Lazaro fannst hann svikinn.

„Ég hlýt að spila golf," sagði Lazaro er sigurvegarinn var kynntur, en óskaði síðan Lamela til hamingju með verðlaunin.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner