Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 19. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Svekktur að hafa ekki unnið Puskas-verðlaunin - „Ég hlýt að spila golf"
Austurríski landsliðsmaðurinn Valentino Lazaro var frekar svekktur yfir því að hafa ekki unnið Puskas-verðlaunin fyrir markið sem hann skoraði gegn Bayer Leverkusen í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.

Lazaro skoraði stórbrotið mark, líkt og öll önnur mörk sem eru tilnefnd til verðlaunanna.

Markið gerði hann fyrir Borussia Monchengladbach gegn Leverkusen en hann skoraði með sporðdrekaspyrnu í vinstra hornið eftir laglega fyrirgjöf frá hægri vængnum.

Erik Lamela vann verðlaunin á verðlaunahátíð FIFA fyrir Rabona-mark í Norður-Lundúnaslag gegn Arsenal en Lazaro fannst hann svikinn.

„Ég hlýt að spila golf," sagði Lazaro er sigurvegarinn var kynntur, en óskaði síðan Lamela til hamingju með verðlaunin.




Athugasemdir
banner
banner