Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   fim 19. janúar 2023 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mick McCarthy að taka við Blackpool
Blackpool er í stjóraleit eftir að hafa látið Michael Appleton fara í gær eftir einungis einn sigur í síðustu ellefu leikjum liðsins.

Hinn 63 ára gamli Mick McCarthy er sagður efstur á lista hjá Blackpool. Hann hefur ekki verið í starfi síðan hann fór frá Cardiff fyrir einu og hálfu ári síðan. Í enskum fjölmiðlum er fjallað um að hann verði ráðinn stjóri félagsins út yfirstandandi tímabil.

Blackpool hefur ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum í Championship deildinni. Síðasti sigur kom gegn Coventry í lok október. Síðasti leikur Appleton í starfi var gegn Watford um liðna helgi, sá leikur tapaðist 2-0 og er Blackpool nú í næstneðsta sæti deildarinnar.

Þetta var í annað sinn sem Appleton var við stjórnvölinn hjá Blackpool. Hann var það einnig árið 2013 en gekk þá sjálfur frá borði. David Kerslake, aðstoðarmaður Appleton, hefur einnig verið látinn fara frá félaginu.

Annað nafn sem Blackpool er með á lista er Eric Ramsey, einn af aðstoðarmönnum Erik ten Hag hjá Manchester United. Ramsey er sagður ætla vera áfram hjá United.

McCarthy er fyrrum stjóri Millwall, írska landsliðsins, Sunderland, Wolves, Ipswich, APOEL og Cardiff.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 26 9 4 13 29 35 -6 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner
banner
banner