Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fim 19. janúar 2023 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Moukoko mun framlengja við Dortmund
Youssoufa Moukoko, framherji Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur tekið ákvörðun um að framlengja samning sinn við félagið til 2026. Bild greinir frá.

Samningur Moukoko rennur út í sumar en mörg stærstu félög Evrópu hafa rennt hýru auga til hans síðustu mánuði.

Hann hefur tekið mklum framförum síðasta árið hjá Dortmund og er nú í lykilhlutverki eftir að Erling Braut Haaland hvarf á braut, en frammistaða hans kom honum í þýska landsliðshópinn sem fór á HM í Katar.

Moukoko mun ekki halda annað í sumar, heldur hefur hann ákveðið að framlengja samning sinn til 2026. Þetta kemur fram í grein Bild.

Talið er að mörg félög hafi hætt við að fá leikmanninn eftir umdeilda frétt frá Der Spiegel, en þar er haldið fram að hann sé ekki 18 ára gamall, heldur 22 ára.

Fjölmiðlar hafa undir höndum fæðingarvottorð Moukoko en þar er sagt að hann sé fæddur í júlí árið 2000, ekki í nóvember 2004 eins og gögn í Þýskalandi segja til um.

Hann fæddist í Yaounde-borg í Kamerún. Þýska fótboltasambandið segist oft hafa fengið fyrirspurnir um aldur hans en að ekkert bendi til þess að vottorðið hafi í raun verið falsað og ætlar það því ekki að rannsaka málið frekar.
Athugasemdir
banner