fös 19. mars 2021 10:08
Elvar Geir Magnússon
Gerrard sakar leikmann um rasisma
Glen Kamara og Ondrej Kudela í leiknum í gær.
Glen Kamara og Ondrej Kudela í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Rangers, hefur kallað eftir því að UEFA bregðist við kynþáttafordómum frá Ondrej Kudela, leikmanni Slavia Prag, í garð Glen Kamara, miðjumanns Rangers.

Skoska liðið endaði með níu leikmenn á vellinum þegar það tapaði 2-0 fyrir Slavia og féll úr leik í Evrópudeildinni í gær.

Gerrard segir að sigur tékkneska liðsins hafi verið verðskuldaðir en var ósáttur við atvik seint í leiknum. Kudela skýldi munninum þegar hann sagði eitthvað við Kamara.

Kamara brást illa við, varð bálreiður og liðsfélagar mættu á vettvang honum til varnar.

Gerrard segir að Kamara hafi orðið fyrir kynþáttafordómum.

„Glen Kamara er minn maður og ég trúi orðum hans 100%. Aðrir leikmenn í kringum hann heyrðu þetta. Ég mun standa með Kamara og nú er það í höndum UEFA að bregðast við. Ég vona að þessu verði ekki sópað undir teppið," segir Gerrard.

Slavia hafnar því að Kudela hafi verið með kynþáttafordóma og í yfrirlýsingu segir félagið að um viðbjóðslegar ásakanir séu að ræða. Kudela viðurkennir að hafa ekki sagt falleg orð við Kamara en þau hafi ekki verið á neinn hátt tengd kynþætti hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner