Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   sun 19. mars 2023 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Kessie hetja Barcelona í dramatískum sigri í El Clasico

Barcelona 2 - 1 Real Madrid
0-1 Ronald Araujo ('9 , sjálfsmark)
1-1 Sergi Roberto ('45 )
2-1 Franck Kessie ('90 )

Það var alvöru dramatík á Camp Nou þegar Barcelona og Real Madrid mættust í El Clasico í kvöld.


Gestirnir komust yfir snemma leiks þegar Ronald Araujo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann stýrði boltanum í netið eftir fyrirgjöf.

Barcelona náði að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Sergi Roberto var réttur maður á réttum stað og setti boltann í netið.

Það var alvöru dramatík í síðari hálfleik en Marco Asensio kom boltanum í netið þegar skammt var til leiksloka en hann var hársbreidd fyrir innan varnarlínu Barcelona og var því dæmdur rangstæður.

Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma tryggði svo Franck Kessie Barcelona stigin þrjú þegar hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Alejandro Balde.

Barcelona er því komið með 12 stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner